Daisy Edgar-Jones leikur í myndinni.
Daisy Edgar-Jones leikur í myndinni. — AFP/Alberto E. Rodriguez
Flækjur Þrjú ungstirni, Daisy Edgar-Jones, Will Poulter og Jacob Elordi, fara með aðalhlutverkin í myndinni On Swift Horses eftir Daniel Minhan. Við erum að tala um períóðudrama sem gerist í Bandaríkjunum í fimmunni

Flækjur Þrjú ungstirni, Daisy Edgar-Jones, Will Poulter og Jacob Elordi, fara með aðalhlutverkin í myndinni On Swift Horses eftir Daniel Minhan. Við erum að tala um períóðudrama sem gerist í Bandaríkjunum í fimmunni. Lee er snúinn heim úr Kóreustríðinu og hlakkar til hins venjulega og tíðindalitla fjölskyldulífs með spúsu sinni, Muriel. En þegar yngri bróðir hans, Julius, kemur til að dveljast hjá þeim snúast spilin í höndunum á honum. Julius sængar hjá körlum og glímir við spilafíkn og það hjálpar Muriel að átta sig á því hvers vegna hún sjálf laðast að konum og hefur þörf fyrir að veðja á kappreiðar, Nokkuð sem virðuleg húsmóðir á einmitt ekki að gera.