„Núna, ef ég græt, þá er ég að gráta af þakklæti,“ sagði Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju, þegar sonur hennar, Bolli Már, hringdi í hana í morgunþættinum Ísland vaknar fyrr í vikunni. Jóna Hrönn greindist með sjaldgæft krabbamein síðasta haust og dvelur nú á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún segir að veikindin hafi vakið með sér djúpt þakklæti. Þrátt fyrir miklar áskoranir segir hún þessa tíma einnig hafa fært sér trú á mannkynið. Hún lýsti þeirri fegurð sem hún upplifir í alþjóðlegu umhverfi spítalans, þar sem fólk frá ólíkum löndum og trúarheimum starfar saman af samkennd og alúð. „Þótt ég sé hér frá Íslandi og fólkið sé alls staðar að, þá erum við einn hugur,“ sagði hún. Nánar um málið í jákvæðum fréttum á K100.is.