Djúpivogur Mikilvægt þykir að bæta fjarskiptasamband þar um slóðir.
Djúpivogur Mikilvægt þykir að bæta fjarskiptasamband þar um slóðir. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heimastjórn Djúpavogs, ein af nefndum í stjórnkerfi sveitarfélagsins Múlaþings, telur að bæta þurfi fjarskiptasamband víða í grennd við Djúpavog. Slíkt sé aðkallandi í ljósi síaukinnar umferðar á þeim slóðum

Heimastjórn Djúpavogs, ein af nefndum í stjórnkerfi sveitarfélagsins Múlaþings, telur að bæta þurfi fjarskiptasamband víða í grennd við Djúpavog. Slíkt sé aðkallandi í ljósi síaukinnar umferðar á þeim slóðum. Sérstaklega er nefndur vegurinn um Öxi, sem tengir saman Skriðdal og Berufjörð. Þar er um fjöll og brekkur að fara og þykja aðstæður býsna hættulegar. Sömu sögu er að segja um stóra kafla á hringveginum í Hamarsfirði og Álftafirði sunnan við Djúpavog. Þar er ekkert fjarskiptasamband á stórum svæðum og úr því er vert að bæta, segir heimastjórn.

Viðhorf lík því sem nú eru rædd á Djúpavogi hafa heyrst áður. Við end­ur­nýj­un tíðnirétt­inda þarf að ná sam­komu­lagi við fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in um upp­bygg­ingu, rekst­ur og viðhald á innviðum sem tryggja ör­uggt farsíma­sam­band á veg­um úti um land. Þetta er kjarni í álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi sem Jakob Frí­mann Magnús­son, þá þingmaður, flutti fyrir nokkrum árum.