Umbra kemur fram á Föstutónum á morgun, sunnudaginn 13. apríl, klukkan 20 í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ. Segir í tilkynningu að á tónleikunum kafi Umbra í veraldleg og trúarleg ljóð Hallgríms Péturssonar og leiti víða fanga hvað tónefni varðar
Umbra kemur fram á Föstutónum á morgun, sunnudaginn 13. apríl, klukkan 20 í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ. Segir í tilkynningu að á tónleikunum kafi Umbra í veraldleg og trúarleg ljóð Hallgríms Péturssonar og leiti víða fanga hvað tónefni varðar. „Þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar er hér mikilvæg heimild og hljómsveitin nýtir sér lagboða þaðan sem og að semja nýtt efni, þá einkum við veraldleg ljóð Hallgríms. Þekktir sálmar munu einnig hljóma í nýjum útsetningum Umbru sem nálgast þá í ljósi þess hljóðheims sem hljómsveitin er annáluð fyrir.“