Flugsund Birnir Freyr kátur eftir að Íslandsmetið var í höfn.
Flugsund Birnir Freyr kátur eftir að Íslandsmetið var í höfn. — Ljósmynd/Sundsamband Íslands
Birnir Freyr Hálfdánarson bætti 19 ára gamalt Íslandsmet á fyrsta degi Íslandsmótsins í 50 metra laug í Laugardalslaug í gærkvöldi. Birnir kom í mark á 53,29 sekúndum í 100 metra flugsundi og bætti met Arnar Arnarsonar frá 2006 um rúmlega tíu hundraðshluta úr sekúndu

Birnir Freyr Hálfdánarson bætti 19 ára gamalt Íslandsmet á fyrsta degi Íslandsmótsins í 50 metra laug í Laugardalslaug í gærkvöldi. Birnir kom í mark á 53,29 sekúndum í 100 metra flugsundi og bætti met Arnar Arnarsonar frá 2006 um rúmlega tíu hundraðshluta úr sekúndu.

Birnir lét sér ekki nægja að setja nýtt Íslandsmet, hann synti einnig undir HM 50 lágmarki í greininni.

Karlasveit SH í 4x200 m skriðsundi setti nýtt Íslandsmet þegar hún synti á tímanum 7:41,05 og bætti þar með 11 ára gamalt met sveitar Fjölnis sem átti tímann 7:46,24.

Snorri Dagur Einarsson sigraði í 100 m bringusundi á tímanum 1:00,67 og var aðeins 4/100 frá Íslandsmeti Antons Sveins McKee í greininni. Snorri Dagur synti einnig undir HM 50 lágmarki í greininni sem fram fer í sumar í Singapúr.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir sigraði í 50 m baksundi kvenna á tímanum 29,91 og tryggði sér lágmark á EM, Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer í sumar.

Guðmundur Leo Rafnsson sigraði örugglega í 200 m baksundi á tímanum 2:02,20 en Guðmundur stórbætti sig í undanrásunum í gærmorgun þegar hann synti á 2:02,08.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir syntu æsispennandi 50 m skriðsund þar sem Jóhanna Elín kom fyrst að bakkanum á tímanum 25,67. Símon Elías Statkevicius kom fyrstur í mark í 50 m skriðsundi á nýju persónulegu meti, tímanum 22,84.