Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, 18. apríl, milli kl. 13 og 18.15. Lesarar að þessu sinni verða fimm, þau Grétar Einarsson kirkjuhaldari Hallgrímskirkju, Svanhildur Óskarsdóttir,…

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, 18. apríl, milli kl. 13 og 18.15. Lesarar að þessu sinni verða fimm, þau Grétar Einarsson kirkjuhaldari Hallgrímskirkju, Svanhildur Óskarsdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur á Árnastofnun, Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur og ritstjóri á Árnastofnun, Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, leikstjóri og rithöfundur, og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur, sem hefur umsjón með flutningnum. Lestri Passíusálmanna er skipt í sex hluta og á milli þeirra flytja organistar Hallgrímskirkju, þeir Björn Steinar Sólbergsson og Steinar Logi Helgason, orgeltónlist tengda Passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar og Jóna G. Kolbrúnardóttir syngur.