Veisla „Hersheypark – mætið … ef ekki þá eruð þið ýmist dauð, í fangelsi eða eymingjar,“ sagði Tom Araya, söngvari og bassaleikari Slayer, á samfélagsmiðlum og henti í hvorki fleiri né færri en fimm upphrópunarmerki. Og hvað er maðurinn að tala um? Jú, stórtónleika á Hersheypark-leikvanginum í Pennsylvaníu 20. september næstkomandi. Slayer verður aðalnúmerið, en gamla þrassbandið kemur bara fram til hátíðarbrigða í seinni tíð, en þarna verða einnig Suicidal Tendencies, Knocked Loose, Power Trip, Cavalera Conspiracy og Exodus. Slayer-liðar komu saman í fyrra eftir fimm ára hlé og munu áfram gefa kost á sér á tilfallandi viðburði, hér og þar.