Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki er sá þingmaður sem mest hefur talað í ræðustól Alþingis á yfirstandandi þingi, 156. löggjafarþinginu.
Alþingiskosningarnar fóru fram 30. nóvember 2024 og þingið kom saman 4. febrúar 2025. Þingið fór í páskafrí á fimmtudaginn og kemur næst saman til fundar mánudaginn 28. apríl.
Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hafa verið fluttar 3.363 ræður og athugasemdir/andsvör í þá rúmlega tvo mánuði sem þingið hefur staðið yfir. Þingræður eru 1.478 og hafa staðið yfir í 6.336 mín. (105,60 klst.). Athugasemdir eru 1.885 og hafa staðið yfir í 2.974 mín. (49,57 klst.).
Bryndís Haraldsdóttir hefur flutt 169 athugasemdir/andsvör og talað í samtals 500 mínútur eða rúmar átta klukkustundir samtals.
Næst koma Bergþór Ólason Miðflokki 152/413/, Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki 109/380, Karl Gauti Hjaltason Miðflokki 94/354 og Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki 86/337.
Stjórnarandstæðingar raða sér í efstu sætin eins og gjarnan er.
Sá ráðherra sem mest hefur talað er Daði Þór Kristófersson fjármálaráðherra eða 143/307. Aðrir ráðherrar hafa talað minna, t.d. ræðukóngur síðasta þings, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Hann hefur flutt 45 ræður/andsvör og talað í 130 mínútur. Ræðudrottning síðasta þings, Inga Sæland félagsmálaráðherra, hefur flutt 56 ræður/andsvör og talað í 160 mínútur. Kristrún Forstadóttir forsætisráðherra hefur flutt 60 ræður/andsvör og talað í 138 mínútur.