Viola Davis keyrir upp hraðann í sinni nýjustu kvikmynd, G20.
Viola Davis keyrir upp hraðann í sinni nýjustu kvikmynd, G20. — AFP/Alberto E. Rodriguez
Spenna Viola Davis stendur í stórræðum í sinni nýjustu kvikmynd, G20, sem Patricia Riggen leikstýrir. Hún leikur þar forseta Bandaríkjanna (ekki Donald Trump, heldur Danielle Sutton) sem staddur er á fundi helstu leiðtoga heims þegar hryðjuverkamenn taka liðið eins og það leggur sig í gíslingu

Spenna Viola Davis stendur í stórræðum í sinni nýjustu kvikmynd, G20, sem Patricia Riggen leikstýrir. Hún leikur þar forseta Bandaríkjanna (ekki Donald Trump, heldur Danielle Sutton) sem staddur er á fundi helstu leiðtoga heims þegar hryðjuverkamenn taka liðið eins og það leggur sig í gíslingu. Það sem þeir vita ekki er að okkar kona er gamall hermaður og kann að slá frá sér, enda þótt hún sé í hanastélskjól.