Colin Brittain, Emily Armstrong, Mike Shinoda og Joe Hahn, liðsmenn Linkin Park.
Colin Brittain, Emily Armstrong, Mike Shinoda og Joe Hahn, liðsmenn Linkin Park. — AFP/Frazer Harrison
Eftir að Chester Bennington, annar forsöngvara bandaríska rokkbandsins Linkin Park, svipti sig lífi sumarið 2017 höfðu þeir bandingjar sem eftir lifðu lítinn áhuga á því að halda áfram að músísera. Það breyttist þegar þeir fengu söngkonuna Emily Armstrong til liðs við sig á síðasta ári

Eftir að Chester Bennington, annar forsöngvara bandaríska rokkbandsins Linkin Park, svipti sig lífi sumarið 2017 höfðu þeir bandingjar sem eftir lifðu lítinn áhuga á því að halda áfram að músísera. Það breyttist þegar þeir fengu söngkonuna Emily Armstrong til liðs við sig á síðasta ári.

„Ég vildi ekki halda áfram í tónlistinni ef ég fyndi ekki fyrir spennunni og orkunni og gleðinni sem er svo einkennandi fyrir þetta band,“ sagði Dave Farrell bassaleikari í samtali við bandarísku útvarpsstöðina 98 Rock. „Betur færi þá á því að gera eitthvað allt annað.“

Svo fundu þeir Armstrong og allt small saman á ný. „Ég myndi lýsa Emily með þeim orðum að hún væri algjör sleggja þegar kemur að söng. Hún ræður ekki bara við allt, heldur gerir það með glæsibrag og án áreynslu. Og það sem er enn mikilvægara, Emily passar bara í hópinn. Um leið og við kynntumst leið okkur eins og að við hefðum þekkt hana alla tíð, þetta var auðvelt og áreynslulaust.“