Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur framlengt samning sinn við Álftanes og verður hann hjá félaginu næstu tvö ár. Haukur, sem er 32 ára, kom til Álftaness fyrir síðustu leiktíð og hefur átt stóran þátt í upprisu liðsins, sem var nýliði í efstu deild er landsliðsmaðurinn kom til félagsins

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur framlengt samning sinn við Álftanes og verður hann hjá félaginu næstu tvö ár. Haukur, sem er 32 ára, kom til Álftaness fyrir síðustu leiktíð og hefur átt stóran þátt í upprisu liðsins, sem var nýliði í efstu deild er landsliðsmaðurinn kom til félagsins.

Handknattleiksmaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við sænska félagið Amo. Arnar Birkir hefur verið hjá félaginu í tvö ár eftir að hann kom frá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Amo hélt sér uppi í sænsku úrvalsdeildinni eftir sigur í umspili á dögunum en Arnar hefur leikið afar vel með félaginu síðustu ár. Hann hefur einnig leikið með Aue í Þýskalandi og Sönderjyske í Danmörku á sínum ferli erlendis.

Olga Bjarnadóttir ætlar að bjóða sig fram í embætti forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. Willum Þór Þórsson hafði áður staðfest sitt framboð. Olga hefur mikla reynslu úr íþróttahreyfingunni. Hún hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu og þá er hún í stjórn ÍSÍ.