ÍL-sjóður Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
ÍL-sjóður Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. — Morgunblaðið/Karítas
Samkomulag við lífeyrissjóði í vikunni markar endalok vanda sem staðið hefur í tvo áratugi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þar sem óskað er eftir heimild til að gefa út ríkisskuldabréf að hámarki 510 milljörðum króna vegna fyrirhugaðs uppgjörs á skuldbindingum ÍL-sjóðs

Samkomulag við lífeyrissjóði í vikunni markar endalok vanda sem staðið hefur í tvo áratugi.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þar sem óskað er eftir heimild til að gefa út ríkisskuldabréf að hámarki 510 milljörðum króna vegna fyrirhugaðs uppgjörs á skuldbindingum ÍL-sjóðs. Með því er stefnt að því að slíta sjóðnum og gera endanlega upp ríkisábyrgð sem á honum hvílir.

Skuldir sjóðsins nema um 674 milljörðum króna, þar af 651 milljarður í formi svokallaðra HFF-skuldabréfa sem gefin voru út af Íbúðalánasjóði árið 2004. Eignir hans eru metnar á 506 milljarða og mismunurinn, um 168 milljarðar króna, fellur á ríkissjóð samkvæmt einfaldri ábyrgð.

Samkomulag hefur náðst við helstu kröfuhafa sjóðsins, einkum lífeyrissjóði, þar sem ríkissjóður greiðir með ríkisskuldabréfum og öðrum eignum gegn því að skuldabréfin verði greidd upp fyrir gjalddaga. mj@mbl.is