Dúó Aðalheiður og Anna Sigríður.
Dúó Aðalheiður og Anna Sigríður.
Trúarleg tónlist, sálmar og gospellög munu hljóma á tónleikum sem fram fara í Laugarneskirkju í Reykjavík á mánudaginn, hinn 14. apríl, klukkan 18. Aðgangur er ókeypis og segir í tilkynningu um viðburðinn að um sé að ræða tæplega klukkustundarlanga kyrrðarstund með tónlist í dymbilvikunni

Trúarleg tónlist, sálmar og gospellög munu hljóma á tónleikum sem fram fara í Laugarneskirkju í Reykjavík á mánudaginn, hinn 14. apríl, klukkan 18. Aðgangur er ókeypis og segir í tilkynningu um viðburðinn að um sé að ræða tæplega klukkustundarlanga kyrrðarstund með tónlist í dymbilvikunni.

Flytjendur á tónleikunum eru þær Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og píanóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir.