Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta á komandi tímabili ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna Bestu deildarinnar rætist. Var spáin opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í gær
Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta á komandi tímabili ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna Bestu deildarinnar rætist. Var spáin opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í gær. Valur er í öðru sæti í spánni. Nýliðarnir Fram og FHL falla beint aftur niður í 1. deild ef spáin raungerist. Spáin: 1. Breiðablik, 2. Valur, 3. Þróttur Reykjavík, 4. Þór/KA, 5. Víkingur Reykjavík, 6. Stjarnan, 7. FH, 8. Tindastóll, 9. Fram, 10. FHL.