Metallica-bræðurnir Lars Ulrich og James Hetfield í góðum fíling í Egilshöllinni um árið.
Metallica-bræðurnir Lars Ulrich og James Hetfield í góðum fíling í Egilshöllinni um árið. — Morgunblaðið/ÞÖK
Aðdáun Sænski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Åkerlund leggur nú lokahönd á heimildarmynd um Metallica og er sjónarhornið nokkuð óvenjulegt – aðdáendur bandaríska þrassbandsins vítt og breitt um heiminn eru í forgrunni

Aðdáun Sænski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Åkerlund leggur nú lokahönd á heimildarmynd um Metallica og er sjónarhornið nokkuð óvenjulegt – aðdáendur bandaríska þrassbandsins vítt og breitt um heiminn eru í forgrunni. Metallica Saved My Life kallast myndin og rekja aðdáendurnir sögur sínar og af titlinum að dæma hefur gamla málmskrímslið haft afgerandi áhrif á þær. Hljómsveitarmeðlimir koma eitthvað við sögu sjálfir en Åkerlund gerði meðal annars myndböndin við lögin Turn the Page og Whiskey In the Jar.