Bagdad Café Finna má þetta trukkabílstjórakaffistopp í iðrum Kaliforníu.
Bagdad Café Finna má þetta trukkabílstjórakaffistopp í iðrum Kaliforníu.
Nú, þegar Bandaríkjamenn og Evrópubúar virðast ekki lengur skilja hvorir aðra, kemur í hugann gömul költmynd frá 1987, sem einmitt tekur á þessum menningar- og landfræðilega mun á þessum grónu samherjum

Nú, þegar Bandaríkjamenn og Evrópubúar virðast ekki lengur skilja hvorir aðra, kemur í hugann gömul költmynd frá 1987, sem einmitt tekur á þessum menningar- og landfræðilega mun á þessum grónu samherjum.

Stæðileg þýsk kona lendir af tilviljun á útþvældu vegahóteli í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu. Sú þýska, sem er fulltrúi gamla heimsins, er ekkert nema dugnaðurinn og fer strax að breyta og bæta og vinnur fljótt velvild allra.

Gestir og eigandi sjoppunnar eru skrautlegt gallerí og sýna þá mannlífsdeiglu sem Ameríka er.

Brenda, eigandinn, er svört, kjaftfor og algjör nagli. Lögreglumaðurinn góðlegur indíáni með langa fléttu.

Úreltur listmálari og kona sem stundar tattúlist lífga upp á flóruna og svo allir vörubílstjórarnir sem koma við og eru sinn af hverri gerðinni.

Allt snýst þetta svo um Jasmine hina þýsku, en myndin gerði það gott bæði austan hafs og vestan, þar sem Ameríkugerðin var korteri styttri. Það bendir til menningarmunar sem sést þegar horft er á myndina.

Sunnlendingur