Sigurvegarar Hljómsveitin Skandall á sviðinu í Háskólabíói á laugardag.
Sigurvegarar Hljómsveitin Skandall á sviðinu í Háskólabíói á laugardag. — Skjáskot/RÚV
Menntaskólinn á Akureyri sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram í Háskólabíói á laugardagskvöld. Stúlknasveitin Skandall keppti fyrir hönd MA og þótti flutningur sveitarinnar á laginu Gervielska bera af

Menntaskólinn á Akureyri sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram í Háskólabíói á laugardagskvöld. Stúlknasveitin Skandall keppti fyrir hönd MA og þótti flutningur sveitarinnar á laginu Gervielska bera af. Lagið er endurgerð á þekktu lagi bresku rokksveitarinnar Muse, Plug in Baby.

Brynja Gísladóttir, nemandi í Tækniskólanum, hafnaði í öðru sæti keppninnar með lagið Skil ekki neitt. Í þriðja sæti varð Birta Dís Gunnarsdóttir frá Menntaskólanum í tónlist með lagið Hún býr í mér.

Söngkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin á hverju ári síðan 1990 og þar hafa tekið þátt margir af þekktustu söngvurum landsins.