Afi Ágúst með sonardætrum sínum Elísabetu Unu, Maríu Guðrúnu og Kristrúnu Ágústsdætrum við verkið.
Afi Ágúst með sonardætrum sínum Elísabetu Unu, Maríu Guðrúnu og Kristrúnu Ágústsdætrum við verkið.
Hjónin dr. Ágúst Einarsson og Kolbrún Sigurbjörg Ingólfsdóttir afhentu Seltjarnarneskirkju málverkið Pálmasunnudag eftir Einar Hákonarson að gjöf í gær, á pálmasunnudag. „Hugmyndina átti Kolbrún konan mín, við þekkjum verk Einars vel og eigum…

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Hjónin dr. Ágúst Einarsson og Kolbrún Sigurbjörg Ingólfsdóttir afhentu Seltjarnarneskirkju málverkið Pálmasunnudag eftir Einar Hákonarson að gjöf í gær, á pálmasunnudag. „Hugmyndina átti Kolbrún konan mín, við þekkjum verk Einars vel og eigum málverk eftir hann,“ segir Ágúst í samtali við Morgunblaðið.

Til minningar um Kaldalónsfeðgin

Kolbrún hafði verið að skoða á netinu umfjöllun Gunnlaugs A. Jónssonar prófessors emeritus um málverk Einars Hákonarsonar, þar sem komist var meðal annars að þeirri niðurstöðu að Einar hefði jafnan notfært sér frelsi listamannsins og flutt hina biblíulegu frásögn yfir á íslenskar aðstæður. Datt Kolbrúnu þá í hug að þau hjónin gæfu málverk eftir Einar til Seltjarnarneskirkju, sinnar kirkju.

„Fyrir valinu varð þessi mynd, sem heitir Pálmasunnudagur og hefur margvíslegar tilvísanir í trúarlega sögu. Einar er að okkar mati einn besti trúarlegi málari Íslendinga, en verkið er gefið í minningu mesta tónskálds Íslendinga, Sigvalda Kaldalóns, og dóttur hans, Selmu Kaldalóns (Ceciliu Maríu Kaldalóns),“ segir Ágúst og útskýrir að Selma hafi verið langamma barnabarna þeirra hjóna, Elísabetar Unu, Maríu Guðrúnar og Kristrúnar Ágústsdætra. Geta má þess að móðir systranna er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.

„María Guðrún heitir María í höfuðið á Selmu, sem hét einnig María. Þannig að gjöfin er til minningar um þau Kaldalónsfeðgin.“

Höf.: Magnea Marín Halldórsdóttir