Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Rúss­nesk eld­flauga­árás á miðborg Súmí í Úkraínu í gær, pálmasunnudag, varð að minnsta kosti 32 að bana, þar á meðal tveimur börnum, og særði 99 manns, þar á meðal 11 börn. Evrópskir og bandarískir ráðamenn segja árásina þá mannskæðustu í marga mánuði

Rúss­nesk eld­flauga­árás á miðborg Súmí í Úkraínu í gær, pálmasunnudag, varð að minnsta kosti 32 að bana, þar á meðal tveimur börnum, og særði 99 manns, þar á meðal 11 börn. Evrópskir og bandarískir ráðamenn segja árásina þá mannskæðustu í marga mánuði.

Úrsúla Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði villimannslega árásina gerða enn viðurstyggilegri með því að ráðist væri á fólk sem safnast hefði saman við friðsamlegan fögnuð á pálmasunnudegi.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að þrýst­a á Rússa til að binda enda á stríðið og tryggja ör­yggi fólks, án mikils þrýstings myndu Rúss­ar halda áfram að draga stríðið á lang­inn.