Bílastæði Fyrirhugað var að bæta við bílastæðum á lóð fyrirtækisins.
Bílastæði Fyrirhugað var að bæta við bílastæðum á lóð fyrirtækisins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílaumboðinu BL við Sævarhöfða hefur verið neitað um að fjölga bílastæðum á lóð fyrirtækisins. Fyrirhugað var að byggja límtrésbyggingu á lóðinni á tveimur hæðum þar sem bílageymsla yrði auk verslunar- og þjónustustarfsemi

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Bílaumboðinu BL við Sævarhöfða hefur verið neitað um að fjölga bílastæðum á lóð fyrirtækisins.

Fyrirhugað var að byggja límtrésbyggingu á lóðinni á tveimur hæðum þar sem bílageymsla yrði auk verslunar- og þjónustustarfsemi.

Bílaumboðið hefur hins vegar óskað eftir breytingu á deiliskipulagi sem myndi gera því kleift að gera bílastæði á lóðinni í stað bílastæðahúss.

Bílastæðum myndi fækka

Deiliskipulagstillaga fyrirtækisins gerir ráð fyrir að byggingarreitur sé felldur niður og þess í stað verði komið fyrir bílastæðum.

Við það myndi bílastæðum á lóð fækka úr 500 í 436.

Beiðni synjað af meirihluta

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur var beiðni bílaumboðsins synjað með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og einu atkvæði Framsóknarflokksins.

Fulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram bókun á fundinum og sagði flokkinn lýsa undrun sinni á því að verið væri að leggjast gegn beiðni rekstraraðila við Sævarhöfða 2-2a um að fá bílastæði inni á lóð sem heyri undir starfsemina.

Öll starfsemin gangi út á það að selja bíla og með því að synja beiðninni sé meirihlutinn að takmarka getu rekstraraðila til að stunda sína starfsemi.

Höf.: Magnea Marín Halldórsdóttir