Lögregla Kona situr í gæsluvarðhaldi eftir andlát manns á föstudaginn.
Lögregla Kona situr í gæsluvarðhaldi eftir andlát manns á föstudaginn. — Morgunblaðið/Eggert
Kona um þrítugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rann­sókn­ar á and­láti manns í heima­húsi á höfuðborg­ar­svæðinu á föstu­dag­inn. Konan er dóttir mannsins samkvæmt heimildum blaðsins. Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í…

Kona um þrítugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rann­sókn­ar á and­láti manns í heima­húsi á höfuðborg­ar­svæðinu á föstu­dag­inn. Konan er dóttir mannsins samkvæmt heimildum blaðsins.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í gærmorg­un sagði að snemma á föstu­dags­morg­un hefði lög­regl­unni borist til­kynn­ing um meðvit­und­ar­laus­an karl­mann í heima­húsi á höfuðborg­ar­svæðinu. Viðbragðsaðilar héldu strax á staðinn, en karl­maður­inn var þungt hald­inn þegar að var komið. Hann var flutt­ur á slysa­deild og lést þar síðar um dag­inn.

Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vildi ekki tjá sig um málið í gær en hún seg­ir rann­sókn þess í full­um gangi.

Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á miðvikudag.