Akureyri Daninn Marcel Römer hefur leikið með Lyngby frá 2019.
Akureyri Daninn Marcel Römer hefur leikið með Lyngby frá 2019. — Ljósmynd/Lyngby
KA hefur samið við danska knattspyrnumanninn Marcel Römer um að leika með liðinu á tímabilinu. Römer, sem er 33 ára gamall, er varnartengiliður sem kemur frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby, þar sem hann var fyrirliði en hann hefur leikið með Lyngby frá árinu 2019

KA hefur samið við danska knattspyrnumanninn Marcel Römer um að leika með liðinu á tímabilinu. Römer, sem er 33 ára gamall, er varnartengiliður sem kemur frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby, þar sem hann var fyrirliði en hann hefur leikið með Lyngby frá árinu 2019. Hann hefur einnig leikið með Sönderjyske, Viborg og Köge á leikmannaferlinum en Römer var fyrirliði Lyngby þegar Freyr Alexandersson stýrði liðinu frá 2021 til 2024.