Dvalarleyfi Fjöldi umsókna um dvalarleyfi hér hefur tvöfaldast frá 2020.
Dvalarleyfi Fjöldi umsókna um dvalarleyfi hér hefur tvöfaldast frá 2020. — Morgunblaðið/Eggert
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögugerð sinni til ráðherra 1. júlí. Ráðuneytið tilkynnti þetta í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögugerð sinni til ráðherra 1. júlí.

Ráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Þar kemur m.a. fram að erlendum ríkisborgurum sem flytjast hingað til lands hafi fjölgað ár frá ári. Þar séu ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins engin undantekning og er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram.

Þá hafi umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Einnig tvöfölduðust umsóknir um ríkisborgararétt á sama tímabili.

„Við höfum alltof litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði.