DeAndre Kane átti stórleik fyrir Grindavík þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta með endurkomusigri gegn Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í Smáranum í Kópavogi í gær

DeAndre Kane átti stórleik fyrir Grindavík þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta með endurkomusigri gegn Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í Smáranum í Kópavogi í gær. Grindavík vann einvígið 3:1 en liðin mættust í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins á síðustu leiktíð þar sem Valur hafði betur í oddaleik. »26