Skíði Úti er með gleði og skíðasport í fjöllunum fögru að þessu sinni.
Skíði Úti er með gleði og skíðasport í fjöllunum fögru að þessu sinni. — Morgunblaðið/Eggert
Vetrarvertíð í Bláfjöllum er lokið, samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær. Vænst hafði verið að snjóa myndi eitthvað um helgina, sem varð ekki. Allar skíðaleiðir í brekkum og á brautum eru í sundur ásamt lyftusporum eftir hlýindi undanfarið

Vetrarvertíð í Bláfjöllum er lokið, samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær. Vænst hafði verið að snjóa myndi eitthvað um helgina, sem varð ekki. Allar skíðaleiðir í brekkum og á brautum eru í sundur ásamt lyftusporum eftir hlýindi undanfarið. „Það er því ljóst að páskarnir eru ekki inni í ár og því er þetta niðurstaðan. Þetta var veturinn sem eiginlega aldrei kom,“ segja Bláfjallamenn.

Dagar sem opið var í Bláfjöllum í vetur voru 36. Og þrátt fyrir að fáir væru var aðsókn á skíðasvæðið ein sú besta sem verið hefur. Samkvæmt hliðatalningu komu 78.166 gestir í lyftur og 2.079 á skíðagöngusvæði. Þetta var hægt sakir þess að snjór hefur verið framleiddur fyrir brekkurnar í Bláfjöllum. Framleiðsla á snjó fyrstu 15 opnunardagana gerði það að verkum að svæðið hélst opið. sbs@mbl.is