Kvartett píanóleikarans Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans annað kvöld, miðvikudagskvöldið 16. apríl, kl. 20 á Björtuloftum Hörpu. Auk Helgu Laufeyjar koma fram þeir Jón Óskar Jónsson á trommur, Guðjón Steinar …

Kvartett píanóleikarans Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans annað kvöld, miðvikudagskvöldið 16. apríl, kl. 20 á Björtuloftum Hörpu. Auk Helgu Laufeyjar koma fram þeir Jón Óskar Jónsson á trommur, Guðjón Steinar Þorláksson á bassa og Birkir Freyr Matthíasson á trompet. Efnisskráin er sögð fjölbreytt og má þar sjá lög eftir Duke Ellington, Cedar Walton, Javier Girotto og Scott Colley, svo að eitthvað sé nefnt.