— Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Á föstudaginn langa og að minnsta kosti fram á páskadag er útlit fyrir rólegt veður á landinu. Þessu spáir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, og lætur þann spádóm fylgja að standist núgildandi spá sé ekki ástæða til að óttast hretið góðkunna þessa páskana

Á föstudaginn langa og að minnsta kosti fram á páskadag er útlit fyrir rólegt veður á landinu. Þessu spáir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, og lætur þann spádóm fylgja að standist núgildandi spá sé ekki ástæða til að óttast hretið góðkunna þessa páskana. „Það er svolítið í þetta en þetta lítur alla vega vel út núna,“ sagði Birgir við Morgunblaðið í gærkvöldi. » 2