Diamant Salihu
Diamant Salihu
Glæpaöldunni í Svíþjóð virðist ekki vera að linna, en nú er svo komið að glæpagengin hafa komið sér upp eins konar tilboðsmarkaði glæpa á netinu, þar sem menn geta tekið að sér viðvik á borð við sprengjuárás eða aftöku á keppinautum

Glæpaöldunni í Svíþjóð virðist ekki vera að linna, en nú er svo komið að glæpagengin hafa komið sér upp eins konar tilboðsmarkaði glæpa á netinu, þar sem menn geta tekið að sér viðvik á borð við sprengjuárás eða aftöku á keppinautum.

Stór hluti brotamannanna er á barnsaldri, enda gera glæpagengin, sem flest eiga erlendar tengingar, beinlínis út á það að ekki má gera börnum 15 ára og yngri refsingu, jafnvel þótt brotin séu svívirðileg.

Sænski blaðamaðurinn Diamant Salihu fjallar um þessi mál, en bæði stjórnmálamenn og blaðamenn í Svíþjóð eru gagnrýndir fyrir að gera lítið úr vargöldinni af ótta við að umræða um glæpagengi innflytjenda yrði vatn á myllu þjóðernisöfgafólks. » 14