Kertsj Frá viðgerðum Rússa árið 2023, eftir að Úkraínumenn hæfðu brúna.
Kertsj Frá viðgerðum Rússa árið 2023, eftir að Úkraínumenn hæfðu brúna. — AFP
Friedrich Merz, næsti kanslari Þýskalands, segist opinn fyrir því að senda Úkraínuher langdræg flugskeyti af gerðinni Taurus. Með Taurus væri hægt að stórskaða getu Rússlands til árása og nefndi kanslarinn einkum Kertsj-brú, sem tengir Rússland við Krímskaga, sem mikilvægt skotmark

Friedrich Merz, næsti kanslari Þýskalands, segist opinn fyrir því að senda Úkraínuher langdræg flugskeyti af gerðinni Taurus. Með Taurus væri hægt að stórskaða getu Rússlands til árása og nefndi kanslarinn einkum Kertsj-brú, sem tengir Rússland við Krímskaga, sem mikilvægt skotmark.

Flaugin sjálf er rúmir fimm metrar að lengd, rétt rúmlega metri að breidd og vegur nærri eitt og hálft tonn. Útlit hennar og hönnun gerir hana torséða á ratsjá. Sjálf sprengihleðslan er 400 kíló og getur Taurus grandað sprengjuheldum byggingum og mannvirkjum neðanjarðar. » 13