— Morgunblaðið/Karítas
Útför Friðriks Ólafssonar, stórmeistara í skák og fyrrverandi skrifstofustjóra Alþingis, sem lést 4. apríl síðastliðinn, fór fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur jarðsöng

Útför Friðriks Ólafssonar, stórmeistara í skák og fyrrverandi skrifstofustjóra Alþingis, sem lést 4. apríl síðastliðinn, fór fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni.

Séra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur jarðsöng. Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina.

Líkmenn, sem báru kistu Friðriks úr kirkju, voru þeir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson, allir stórmeistarar í skák. Aðrir voru Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, tengdasynirnir Friðrik Halldórsson og Ingvar Hjálmarsson og Friðrik Óskarsson, barnabarn hins látna.