Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands árin 1980 til 1996 og fyrsti lýðræðislega kjörni kvenþjóðhöfðingi heimsins, fagnaði í gær 95 ára afmæli sínu og var af þessu tilefni boðið til sýningarinnar Ljáðu mér vængi: Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í gömlu Loftskeytastöðinni við Suðurgötu, en þjóðinni er boðið á sýninguna sem ókeypis aðgangur verður að til og með skírdags og enn fremur sýninguna Skrúði Vigdísar þar sem hátíðarklæðnaður hennar er til sýnis. Af sama tilefni var gefin út bókin Frönsk framúrstefna; Sartre, Genet, Tardieu en í bókinni má finna þýðingar Vigdísar á þremur leikritum.