Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verður haldin í 27. sinn um páskana. Tónleikar verða í félagsheimilinu Skjólbrekku í kvöld, á skírdag, kl. 20 þar sem tónlist eftir Schubert, suðræn sönglög og aríur ásamt íslenskri tónlist munu hljóma

Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verður haldin í 27.
sinn um páskana. Tónleikar verða í félagsheimilinu Skjólbrekku í kvöld, á skírdag, kl. 20 þar sem tónlist eftir Schubert, suðræn sönglög og aríur ásamt íslenskri tónlist munu hljóma. Einnig verða tónleikar í Reykjahlíðarkirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, kl. 20, en þar verður flutt tónlist sem tekur mið af deginum og kirkjunni. Flytjendur eru Laetitia Grimaldi sópransöngkona, Kristinn Sigmundsson bassasöngvari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Ammiel Bushakevitz píanóleikari. Miðar eru seldir við innganginn og aðgengi er fyrir hjólastóla.