Hið árlega Víðavangshlaup ÍR fer fram í 110. skipti í miðborg Reykjavíkur í dag og hefst klukkan 12. Hlaupnir eru fimm kílómetrar, upphaf hlaups og endir eru í Vonarstræti og er m.a. hlaupið í kringum Tjörnina
Hið árlega Víðavangshlaup ÍR fer fram í 110. skipti í miðborg Reykjavíkur í dag og hefst klukkan 12. Hlaupnir eru fimm kílómetrar, upphaf hlaups og endir eru í Vonarstræti og er m.a. hlaupið í kringum Tjörnina. Meistaramót Íslands í 5 km hlaupi fer fram samhliða en þar er keppt um Íslandsmeistaratitla karla og kvenna, sem og í aldursflokkum. Tæplega 600 hlauparar eru skráðir til leiks en 2,5 km skemmtiskokk er hluti af hlaupinu.