Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í gær að sambandið hefði sektað bandarísku tæknirisana Apple og Meta fyrir brot á löggjöf sambandsins um neytendavernd og samkeppni. Apple fékk sekt upp á 500 milljónir evra eða sem nemur um 72,45…

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í gær að sambandið hefði sektað bandarísku tæknirisana Apple og Meta fyrir brot á löggjöf sambandsins um neytendavernd og samkeppni.

Apple fékk sekt upp á 500 milljónir evra eða sem nemur um 72,45 milljörðum íslenskra króna fyrir að neyða viðskiptavini sína til þess að nota App Store-forritið til að nálgast ný forrit fyrir síma eða spjaldtölvur og Meta fékk sekt upp á 200 milljónir evra, eða sem nemur tæpum 29 milljörðum íslenskra króna, fyrir að gefa notendum sínum ekki næga stjórn yfir því hvernig persónulegar upplýsingar þeirra væru nýttar.

Bæði fyrirtæki mótmæltu sektunum í gær. Sögðu talsmenn Apple að ESB vildi neyða fyrirtækið til þess að gefa keppinautum sínum tækni sína, en Meta sagði í yfirlýsingu sinni að ESB væri að hygla evrópskum og kínverskum tæknifyrirtækjum á kostnað bandarískra fyrirtækja.