Rannsókn stendur yfir á smyglinu.
Rannsókn stendur yfir á smyglinu.
Tvær tán­ings­stúlk­ur sem hand­tekn­ar voru á Kefla­vík­ur­flug­velli í lok síðasta mánaðar fyr­ir stór­felld­an fíkni­efna­flutn­ing sitja enn í gæslu­v­arðhaldi en það renn­ur út 5. maí næst­kom­andi

Tvær tán­ings­stúlk­ur sem hand­tekn­ar voru á Kefla­vík­ur­flug­velli í lok síðasta mánaðar fyr­ir stór­felld­an fíkni­efna­flutn­ing sitja enn í gæslu­v­arðhaldi en það renn­ur út 5. maí næst­kom­andi. Alls eru 20 manns í haldi á Suður­nesj­um.

Þetta seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, en stúlk­urn­ar voru hand­tekn­ar við kom­una til lands­ins frá Þýskalandi fyr­ir inn­flutn­ing á 20.000 fölsuðum Oxycont­in-töfl­um.

Úlfar seg­ir að rann­sókn máls­ins standi yfir en um svo­kölluð burðardýr er að ræða. Önnur stúlk­an er á 18. aldursári en hin að skríða í tvítugt. Þær eru báðar með ríkisfang í Evrópu.