Tímamót Þeir eru eflaust margir sem enn muna gamla sjónvarpsloftnetið.
Tímamót Þeir eru eflaust margir sem enn muna gamla sjónvarpsloftnetið. — Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Guðlaugur J. Albertsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Tálknafirði, náði mynd af því þegar síðasta sjónvarpsloftnet bæjarins var tekið niður. Eflaust hefur loftnetið staðið á þakinu árum saman án þess að þjóna þar nokkrum tilgangi enda langt síðan önnur og betri tækni leysti það af hólmi

Guðlaugur J. Albertsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Tálknafirði, náði mynd af því þegar síðasta sjónvarpsloftnet bæjarins var tekið niður. Eflaust hefur loftnetið staðið á þakinu árum saman án þess að þjóna þar nokkrum tilgangi enda langt síðan önnur og betri tækni leysti það af hólmi.

Sumarið 2007 greindi Morgunblaðið frá því að búið væri að ljósleiðaravæða öll hús á Seltjarnarnesi, fyrstu sveitarfélaga í heimi. Tók verkið frá undirritun samkomulags um verkið tvö og hálft ár. khj@mbl.is