Formaður Sólveig Anna hefur sagt skilið við Sósíalista eftir orðaskipti.
Formaður Sólveig Anna hefur sagt skilið við Sósíalista eftir orðaskipti. — Morgunblaðið/Hallur
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt skilið við Sósíalistaflokkinn. Það gerir hún eftir orðasennu þeirra Maríu Pétursdóttur, fyrrverandi formanns málefnastjórnar flokksins, í Facebook-hópnum Rauða þræðinum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt skilið við Sósíalistaflokkinn. Það gerir hún eftir orðasennu þeirra Maríu Pétursdóttur, fyrrverandi formanns málefnastjórnar flokksins, í Facebook-hópnum Rauða þræðinum.

María sakar Sólveigu meðal annars um að tala beint inn í öfgahægrið og fasismann. „Þú ert svo vandræðalega stolt yfir því að kunna að lesa þrátt fyrir að vera óskólamenntuð,“ skrifar fyrrverandi formaður málefnastjórnarinnar í pistli sínum. Þá segir hún Sólveigu vera einangrunarsinna sem tali gegn mannréttindum.

Sólveig segir það vera langt síðan hún hafi séð svona mikið hatur í sinn garð og að undarlegt sé að sjá þessa skoðun innan Sósíalistaflokksins á sama tíma og hún hafi að mestu gengið niður annars staðar. „Við að lesa svívirðingarnar, þar sem ein af forystukonum flokksins líkir mér við fasista og segir mig tala gegn mannréttindum er mér ljóst að ég á ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum,“ heldur Sólveig Anna áfram.

Þetta þyki henni leitt en við því sé þó aðeins eitt að gera. „[A]ð hætta í flokknum sem ég geri hér með.“