Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir héraðspresti í Suðurprófastsdæmi með sérstakri þjónustu við Fellsmúlaprestakall.
Séra Gunnbjörg Óladóttir hefur nú verið ráðin í starfið.
Hún er fædd í Reykjavík 26. janúar árið 1964 og ólst upp á Suðurlandi, Selfossi og Grænlandi, en var allan barnaskólaaldurinn í Reykjavík. Gunnbjörg er alin upp í stórri fjölskyldu, er dóttir þeirra Óla Ágústssonar og Ástu Jónsdóttur og á ættir að rekja til Fljótshlíðar.
Gunnbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1986. Eftir það starfaði hún víða. Vann hjá Samhjálp í 18 ár, Ríkisútvarpinu, Listasafni Reykjavíkur og Brimseafood.
Gunnbjörg hóf síðan nám í guðfræði við Háskóla Íslands 2018.
Hún vígðist í Dómkirkjunni í Reykjavík árið 2021 til Noregs. Hún hefur síðan þá starfað í Noregi sem sóknarprestur í Kvam og Skåbu.
Gunnbjörg hefur komið fram á samkomum með söng og gítarleik og sungið inn á plötur. sisi@mbl.is