— Morgunblaðið/Eyþór
Sumarið er formlega gengið í garð eftir langan og dimman vetur og fengu íbúar höfuðborgarsvæðisins glampandi sól í tilefni dagsins. Landsmenn um land allt gerðu sér glaðan dag og skelltu sér margir út og nutu veðurblíðunnar, þá sjaldan sem það er í boði

Sumarið er formlega gengið í garð eftir langan og dimman vetur og fengu íbúar höfuðborgarsvæðisins glampandi sól í tilefni dagsins.

Landsmenn um land allt gerðu sér glaðan dag og skelltu sér margir út og nutu veðurblíðunnar, þá sjaldan sem það er í boði. Víðs vegar var boðið upp á skemmtanir fyrir börn og fjölskyldur, þar á meðal á Árbæjarsafni þar sem kátir krakkar gátu fengið sér sætindi líkt og drengurinn á myndinni sem nýtur þess að borða ullarbrjóstsykur.