Sýning myndlistarkonunnar Lindu Berkley, gestalistamanns Gilfélagsins í aprílmánuði, verður opnuð í Deiglunni á Akureyri á morgun, laugardaginn 26. apríl, klukkan 14 en Berkley er frá norðvesturströnd Kyrrahafsins
Sýning myndlistarkonunnar Lindu Berkley, gestalistamanns Gilfélagsins í aprílmánuði, verður opnuð í Deiglunni á Akureyri á morgun, laugardaginn 26. apríl, klukkan 14 en Berkley er frá norðvesturströnd Kyrrahafsins. Segir í tilkynningu að sýningin, sem ber yfirskriftina Untethered – Óbundið, verði opin dagana 26.-27. apríl frá 14-17. Þá verður sérstök skyggnusýning á „Rozome“ og „Katazome“, japönsku resist-litunaraðferðinni, á morgun, laugardag, klukkan 15.