Kópavogur Teikning að stækkun Tennishallarinnar í Kópavogi, sem mun hafa sex nýja padelvelli, en mikill áhugi er á padelíþróttinni í dag.
Kópavogur Teikning að stækkun Tennishallarinnar í Kópavogi, sem mun hafa sex nýja padelvelli, en mikill áhugi er á padelíþróttinni í dag.
Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbót við Tennishöllina í Kópavogi, sem mun hafa sex padelvelli, var tekin í hádeginu í gær. Padelíþróttin er ört vaxandi um allan heim og árið 2019 voru tveir padelvellir opnaðir í Tennishöllinni, en nú er svo komið…

Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbót við Tennishöllina í Kópavogi, sem mun hafa sex padelvelli, var tekin í hádeginu í gær. Padelíþróttin er ört vaxandi um allan heim og árið 2019 voru tveir padelvellir opnaðir í Tennishöllinni, en nú er svo komið að þeir eru alltaf fullbókaðir og mikil eftirspurn eftir fleiri.

Padelíþróttin á rætur að rekja til Acapulco í Mexíkó, og er eins og blanda af tennis og skvassi þar sem fjórir spila saman, tveir í hvoru liði, og tennisboltinn er sleginn yfir net eins og í tennis.

Jónas Páll Björnsson framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir að frá árinu 2007 hafi tennisklúbbur verið í Tennishöllinni, en frá 2019, þegar tveir padelvellir voru opnaðir, hafi verið ljóst að fólk var mjög hrifið af þessari nýju íþrótt. Hann stefnir að því að Tennishöllin hafi bæði tennis- og padelklúbba og verði skemmtilegur samkomustaður í Kópavogi. Hann segir að íþróttin henti mörgum því hana sé auðvelt að læra, hún sé ekki of erfið og henti því stórum hópi. Nýju padelvellirnir eru hannaðir af Former arkitektum.