Þær fréttir berast frá Stóra-Bretlandi að stjórnvöld þar sæki í nánari samvinnu við Evrópusambandið vegna ástandsins í heiminum. Það er ekki nema von að Bretar leiti þar bandamanna og vilji fá hlutdeild í varnarsjóðum bandalagsins. Hins vegar er það tortryggilegt ef skiptimyntin er opnun fiskimiða Breta fyrir flota Evrópusambandsins.
Það ætti að vara okkur við hættunni á of miklu daðri við ESB, hvort sem er í styrkjamóttöku alls konar eða glæfralegri kosningu um aðild okkar að bandalaginu, en aðild myndi þurrka út sjálfstæði landsins og þurrka upp fiskimiðin. Það er eins og stór hluti þjóðar sé búinn að missa allt jarðsamband og geri sér enga grein fyrir hvar og hvernig verðmætin, sem allir njóta, verða til.
Utanríkismálanefnd ætti að hafa hönd í bagga áður en frumburðarrétturinn fer fyrir baunadisk gegnum skyndilúgu í Brussel.
Sunnlendingur