Töluverð ásókn er í nám við Klettaskóla í Reykjavík, en þar stunda börn með sérþarfir nám. Þegar umsóknarfrestur var úti um nám við skólann fyrir nokkru kom í ljós að sótt hafði verið um skólavist fyrir 53 nemendur

Töluverð ásókn er í nám við Klettaskóla í Reykjavík, en þar stunda börn með sérþarfir nám.

Þegar umsóknarfrestur var úti um nám við skólann fyrir nokkru kom í ljós að sótt hafði verið um skólavist fyrir 53 nemendur. Þar af uppfylltu 42 þau skilyrði sem sett eru fyrir inngöngu í skólann. Einungis var hægt að taka við 14 nýnemum að þessu sinni.

„Mér finnst hræðilegt að vera skólastjóri og þurfa að hafna öllum þessum fötluðu börnum,“ segir Arnheiður Helgadóttir skólastjóri Klettaskóla í samtali við Morgunblaðið. » 6