— AFP/Tauseef Mustafa
Stjórnvöld í Pakistan vöruðu við því í gærkvöldi að indverski herinn hygðist gera árásir á Pakistan á næstu 24 til 36 klukkustundum vegna hryðjuverksins í Kasmír fyrir viku. Hétu Pakistanar því að öllum árásum Indverja yrði svarað en hér má sjá indverskan sérsveitarmann í Kasmír.