— Morgunblaðið/Karítas
Búið er að hleypa lofti aftur á hina svonefndu „ærslabelgi“ sem finna má víða um landið og á höfuðborgarsvæðinu, en þar geta ærslabelgir á öllum aldri fengið útrás fyrir galsa og almenna hreyfiþörf

Búið er að hleypa lofti aftur á hina svonefndu „ærslabelgi“ sem finna má víða um landið og á höfuðborgarsvæðinu, en þar geta ærslabelgir á öllum aldri fengið útrás fyrir galsa og almenna hreyfiþörf. Eins og sjá má á myndinni var mikið líf og fjör í gær við þennan ærslabelg við Álftanesskóla og nýtti ungviðið sér hann óspart til þess að hoppa, tralla og leika sér á. Belgirnir eiga annars uppruna sinn að rekja til Danmerkur, en sá fyrsti var tekinn í gagnið hér á landi árið 2006. Eru nú rúmlega hundrað ærslabelgir á landinu öllu.