Agnar Már Másson
agnarmar@mbl.is
Ný stjórn Rúv. er meðal annars skipuð tveimur varaþingmönnum Viðreisnar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins og fyrrv. borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Alþingi skipaði í gær nýja stjórn Rúv. Stefán Jón Hafstein diplómati þykir líklegasta formannsefnið í stjórnarmeirihlutanum enda var hann tilnefndur af Loga Einarssyni menningarmálaráðherra. Hann er úr röðum Samfylkingarinnar þar sem hann var áður borgarfulltrúi. Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðarstjóri í Hofi á Akureyri, er einnig í meirihlutanum en hún hefur áður setið á lista Samfylkingarinnar, þó aldrei í baráttusæti.
Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi og framkv.stjóri þingflokks Flokks fólksins, var einnig skipaður í stjórnina. Hann var áður framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Diljá Ámundadóttir Zoëga og Auður Finnbogadóttir, varaþingmenn Viðreisnar, voru einnig kjörnar í stjórnarmeirihlutann.
Eins má finna fólk með stjórnmálatengsl í nýjum minnihluta í Rúv.-stjórnarinnar. Þar eru Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingvar Smári Birgisson, fyrrv. formaður Heimdallar, auk Silju Daggar Gunnarsdóttur, fyrrv. þingmanns Framsóknar, og Eiríks S. Svavarssonar, varaþingmanns Miðflokksins.