Breyting Viðskiptavinir Nettó og fleiri verslana í Nóatúni 17 borga nú 350 krónur á tímann fyrir bílastæði ef þeir stoppa lengur en 45 mínútur.
Breyting Viðskiptavinir Nettó og fleiri verslana í Nóatúni 17 borga nú 350 krónur á tímann fyrir bílastæði ef þeir stoppa lengur en 45 mínútur. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Gjaldskyldu var nýlega komið á við verslun Nettó í Nóatúni 17. Viðskiptavinir geta þó huggað sig við að fyrstu 45 mínúturnar eftir að keyrt er inn á stæðið eru gjaldfrjálsar. Rut Jónsdóttir, einn forsvarsmanna Íshamra ehf

Gjaldskyldu var nýlega komið á við verslun Nettó í Nóatúni 17. Viðskiptavinir geta þó huggað sig við að fyrstu 45 mínúturnar eftir að keyrt er inn á stæðið eru gjaldfrjálsar.

Rut Jónsdóttir, einn forsvarsmanna Íshamra ehf. sem eiga og reka húsnæðið í Nóatúni, segir að gjaldskyldu hafi verið komið á til að bregðast við ásókn fólks úr nærliggjandi húsum og fyrirtækjum í bílastæðin. „Það var allt hverfið farið að leggja þarna,“ segir Rut og bætir við að þetta endurspegli hið mjög svo sérstaka ástand sem nú sé í bílastæðamálum í borginni.

Rut segir jafnframt að gjaldskylda hafi verið tekin upp í samráði við eigendur fyrirtækja í húsinu og að mikil ánægja sé með breytinguna. Hún segir að þær 45 mínútur sem fólk fái án þess að greiða fyrir bílastæði ættu að duga flestum til að sinna innkaupum og erindum.
hdm@mbl.is