Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að einhugur hafi verið í ríkisstjórn um frumvarp sitt um tvöföldun veiðigjalda, sem afgreitt var úr ríkisstjórn í gærmorgun. Hins vegar hafi það verið töluvert rætt og fram komið hugmyndir um að…

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að einhugur hafi verið í ríkisstjórn um frumvarp sitt um tvöföldun veiðigjalda, sem afgreitt var úr ríkisstjórn í gærmorgun. Hins vegar hafi það verið töluvert rætt og fram komið hugmyndir um að „bæta í“, án þess að hún vildi fara nánar út í þá sálma.

Ráðherra vildi ekki heldur svara því hvort hún teldi að með þessari hækkun væri fundið sanngjarnt gjald eða hvort fleiri slíkra hækkana væri að vænta, en kvaðst binda vonir við að sú aðferð við útreikning verðmæta, sem þar kæmi fram, án þess að hróflað væri við fiskveiðistjórnarkerfinu að öðru leyti, myndi festast í sessi.

Þetta og fleira til kom fram í viðtali við atvinnuvegaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær, sem lesa má í Morgunblaðinu í dag. » 4