Raforka Að óbreyttu aukast líkur á meiri orkuskorti næstu árin.
Raforka Að óbreyttu aukast líkur á meiri orkuskorti næstu árin. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Að óbreyttu verður orkuskortur óumflýjanlegur hér á landi á næstu árum, flutningskerfi raforku er við það að ná hámarksgetu víða um land og því er vaxandi hætta á skerðingum á raforku til notenda. Þetta er mat Landsnets í nýrri skýrslu þar sem…

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Að óbreyttu verður orkuskortur óumflýjanlegur hér á landi á næstu árum, flutningskerfi raforku er við það að ná hámarksgetu víða um land og því er vaxandi hætta á skerðingum á raforku til notenda.

Þetta er mat Landsnets í nýrri skýrslu þar sem varpað er ljósi á stöðu og þróun framboðs og eftirspurnar raforku næstu fimm árin.

Þar kemur m.a. fram að 70% líkur séu á að orkuskortur verði hér á landi árið 2029, en strax á næsta ári eru 14% líkur taldar á skorti á raforku.

Takmarkanir á flutningsgetu raforkukerfisins eru stór hluti vandans sem við blasir, en þær takmarkanir sem hafa verið viðvarandi undanfarin ár eru taldar hafa kostað þjóðarbúið 11-15 milljarða króna á ári.

Landsnet metur ástandið þannig að orkuskipti og efnahagsvöxtur muni tefjast vegna orkuskorts og tækifæri til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar glatist þar sem raforkuöryggi verði ekki tryggt. » 4

Höf.: Ólafur E. Jóhannsson