Baksvið
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Slökkviliðsmenn unnu við það í gær að koma fyrir reykháfi á þaki Sixtínsku kapellunar í Páfagarði en þaðan mun stíga reykur til marks um niðurstöður hverrar umferðar í páfakjöri kaþólsku kirkjunnar sem fer fram í næstu viku.
Kardínálar, sem allir hafa verið skipaðir af páfa, taka þátt í kjörinu. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar eru 252 talsins og þeir hafa allir málfrelsi meðan á páfakjörinu stendur en aðeins þeir sem ekki hafa náð 80 ára aldri geta kosið. Þeir eru 135 en tveir hafa dregið sig í hlé af heilsufarsástæðum þannig að 133 kardínálar munu greiða atkvæði.
Kardínálarnir koma saman í kapellunni næstkomandi miðvikudag undir frægu loftmálverki Michelangelos til að kjósa eftirmann Frans páfa, sem lést 21. apríl sl. eftir að hafa gegnt embættinu í 12 ár. Niðurstaða fæst ekki fyrr en einhver hefur fengið tvo þriðju atkvæða. Stígi svartur reykur upp frá kapellunni merkir það að niðurstaða hafi ekki fengist. Hvítur reykur táknar að kjörinn hafi verið nýr páfi, leiðtogi þeirra 1,4 milljarða manna sem eru í kaþólsku kirkjunni.
Daglegir fundir
Kardínálar frá öllum heimshornum voru kallaðir til Rómaborgar eftir andlát páfa. Að sögn Matteos Brunis talsmanns Páfagarðs eru flestir þeir kardínálar, sem munu taka þátt í kjörinu, þegar komnir til borgarinnar og að undanförnu hafa þeir haldið daglega fundi í Páfagarði til að ræða um þau verkefni sem næsti páfi þarf að vinna að.
Bruni sagði við blaðamenn að fundur, sem haldinn var í gær, hafi m.a. snúist um hvernig breiða eigi út kaþólska trú og vandamál sem kirkjan hefur glímt við á undanförnum árum, svo sem kynferðislega misnotkun og fjármálahneyksli.
Þeir kardínálar, sem eru taldir líklegastir til að taka við af Frans páfa, eru Filippseyingurinn Luis Antonio Tagle, Ítalinn Pietro Parolin, sem hefur gegnt embætti utanríkisráðherra Páfagarðs, og Peter Turkson frá Gana.
En gamalt rómverskt orðtæki segir, að sá sem gangi til páfakjörs sem páfi fari þaðan sem kardínáli og vísar til þess að þeir sigurstranglegustu nái sjaldan kjöri. Það átti m.a. við í síðasta páfakjöri því kjör Frans kom mjög á óvart.
Mikill mannfjöldi var á Péturstorginu í Róm í gær en fáir tóku samt eftir því þegar reykháfurinn, mjór málmhólkur með hettu á endanum, var settur upp.
Margir á torginu sögðust þó gera sér grein fyrir því að sögulegir atburður væru í vændum.
„Það er mjög sérstök tilfinning og einstök upplifun að vera nú staddur í Róm,“ sagði Bretinn Glenn Atherton við AFP-fréttastofuna.
Aldagömul leynd
Páfakjörið á að hefjast klukkan 14.30 að íslenskum tíma á miðvikudag. Þá eru kardínálarnir lokaðir inni og vinna eið að því að láta ekkert uppskátt um það sem gerist í kjörinu; brjóti þeir þann eið eiga þeir yfir höfði sér bannfæringu. Leynd um framkvæmd páfakjörsins hefur ríkt allt frá árinu 1274 þegar Gregoríus X páfi setti um það reglur sem að hluta til gilda enn í dag. Því er ekki vitað með vissu hvernig kjörið fer nákvæmlega fram.
Fyrsta daginn fer fram ein umferð í kjörinu. Tæknilega séð eru allir þeir, sem skírðir hafa verið til kaþólskrar trúar, í kjöri en í raun fá einungis kardínálar atkvæðin. Sá sem fær tvo þriðju atkvæða, í þessu tilfelli að minnsta kosti 89, er kjörinn páfi. Á næstu dögum fara fram tvær umferðir daglega, ein á morgnana og önnur síðdegis.
Ef einhver nær tilskildum atkvæðafjölda eru atkvæðaseðlarnir brenndir í sérstökum ofni og kemískum efnum bætt við þannig að reykurinn verður hvítur til að færa umheiminum þær fréttir að páfi hafi verið kjörinn.
Ef enginn fær tilskilinn atkvæðafjölda í kjörinu um morguninn ganga kardínálarnir til atkvæða á ný og í kjölfarið eru atkvæðaseðlarnir brenndir og önnur efni brennd með til að tryggja að svartur reykur stígi upp úr strompinum.
Þetta merkjakerfi hefur verið notað öldum saman. Áður var blautum stráum brennt með atkvæðaseðlunum til að búa til hvítan reyk og tjöru blandað við seðlana til að búa til svartan reyk. En oft tókst ekki betur til en svo að reykurinn var gráleitur í báðum tilfellum og því voru teknar upp nýjar aðferðir árið 2005.
Páfagarður segir að í síðasta páfakjöri hafi blanda af sérstöku salti, svörtu litarefni og brennisteini verið notuð til að búa til svartan reyk og blanda af kalíumklórati, mjólkursykri og trjákvoðu notuð til að mynda hvítan reyk.
Tveir ofnar eru í einu horni kapellunnar. Annar er notaður til að brenna atkvæðaseðlana og hinn til að brenna efnablöndurnar og reykurinn frá báðum ofnunum sameinast í strompinum.
sfafa
fagaga
If no pope is elected, the smoke emitted by the chimney is black.
The ancient signalling system -- which still remains the only way the public learns whether a pope has been elected -- used to involve mixing wet straw with the ballots to produce white smoke, and tarry pitch to create black smoke.
But after several episodes in which greyish smoke caused confusion, the Vatican introduced a new system in 2005.
At the last conclave, in 2013, the Vatican said it used a mixture of potassium perchlorate, anthracene and sulphur to produce black smoke, and potassium chlorate, lactose and rosin for white.
Two stoves stand in a corner of the chapel, one for burning the ballots and the other for the chemicals, with the smoke from both stoves going up a common flue, it said then.
Details for the procedure of next week's conclave have not yet been confirmed.